Riðið á hringnum og riðið á miðhringnum

 


Riðið á hringnum

Baugur

Þá er riðinn hringur á hálfum vellinum út frá miðpunkti skammhliðar. Hann afmarkast af hringpunktum langhliða, miðpunkti vallarins og miðpunkti skammhliðar. Þvermál hringsins er það sama og breidd vallarins.

 


Riðið á miðhringnum

Riðinn er jafnstór hringur nema nú er lagt upp frá miðpunkti langhliðar. Ferill hringsins afmarkast af miðpunktum langhliða og að línum sem dregnar væru milli hringpunkta vallarins. Sem sagt hringur utan um miðpunkt vallarins (X).