Snúið út úr horni eða baugur til baka
Baugur til baka
Baugur til baka er notaður til að skipta um hönd. Hálfur baugur er riðinn inn á völlinn frá sporaslóð og síðan á ská inn á sporaslóð aftur. Hálfa bauga skal ríða frá sporaslóðum langhliða.
Snúið við út úr horni
Snúa við út úr horni er það kallað þegar riðinn er baugur til baka (6 -10m) í fyrsta horni skammhliðar og skálína riðin að þeim hringpunkti langhliðar sem er nær. Einnig má baugurinn vera stærri og þá er beygt út við miðpunkt skammhliðar og stefnan tekin á miðpunkt langhliðar