Tilgangur þessa kennsluvefs

Er að auka og bæta aðgengi þitt sem notanda að kennsluefni og fróðleik um íslenska hestinn, eðli hesta og reiðmennsku.

Hugmyndafræðin

Hugmyndafræðin á bak við það efni sem verður sett á þennan vef er í grunninn að nota hestvænar aðferðir við tamningu, þjálfun og umgengni við hesta. Við munum leitast við að nýta aldagamla þekkingu og hefðir í bland við nútíma þekkingu um eðli og skynjun hesta.
Nýta það besta úr gömlum heimi og nýjum, læra meira og leitast við að bæta samskipti manns og hest.

Samskipti manns og hests

Við viljum læra um eðli hesta og hvernig þeir eiga samskipti sín á milli og nýta okkur það í samskiptum við þá.
Ósk okkar er sú að sameiginlega getum við af jákvæðum samskiptum við hestana lært, þroskast og orðið betri reiðmenn, hestamenn og manneskjur.

Umsagnir

Allt frá æsku þegar ég byrjaði með meiri athygli að hugsa um íslenska hestinn og tengja reiðmennskuþáttinn inn í áhugamálið, heyrði ég nefnd nokkur nöfn aðila í þessu samhengi. Eitt af þessum nöfnum var nafn Reynis Aðalsteinssonar heitins. Reynir var frumkvöðull í reiðmennsku á íslenska hestinum og burtséð frá afrekum hans persónulega þá lagði hann gríðarlega áherslu á að mennta aðra til árangurs. Eitt af hugarfóstrum hans var að byggja upp alhliða nám fyrir hinn almenna reiðmann. (more…)

Halldór Guðjónsson

Reynir Aðalsteinsson var einn af okkar fyrstu idol. Hann var að mörgu leyti á undan sinni samtíð. Okkur finnst þessi vefur vera frábært framtak hjá fjölskyldu Reynis. Hér fáum vid ad gægjast inn í hugarheim Reynis sem var greinilega mjög nákvæmur med öll smáatridi hestamennskunar. (more…)

Ia Lindholm & Denni Bergmann Hauksson