Efni fimmta stigs

Í þessum síðasta áfanga lærum við að ríða lokaðan sniðgang sem er talinn vera erfiðust af þeim æfingum sem riðnar eru á tveimur sporaslóðum.
Hesturinn er beygður í þá átt sem riðið er í og við þurfum að hafa meiri áhrif á ytri hlið hestsins heldur en við höfum þurft að hafa við æfingar hingað til .

Einnig lærum við Afturfótasnúning þar sem við notum sömu ábendingar við það að snúa hestinum við og þegar riðinn er lokaður sniðgangur.

Safnað fet aðskilur sig frá stuttu feti því hesturinn verður enn léttari að framan af því að hann beygir meira hæklana og lækkar þar af leiðandi meira að aftan.

Við tökum okkar fyrstu skref á skeiði og æfum Gæðingaskeið.

Í þessum áfanga verður látið á það reyna hvort við getum kennt hesti. Hingað til höfum við haft möguleika á að ríða allt á hesti sem kann, þó ég viti að margar af þeim æfingum sem við lærðum höfum við þurft að kenna hestinum jafnóðum.