I. KAFLI
Almennt.
1. gr.
Tilgangur, markmið og gildissvið.
Markmið reglugerðarinnar er að tryggja góðan aðbúnað hrossa og að þau hafi ætíð
nægilega beit/fóður og vatn. Einnig að notkun á hrossum sé í samræmi við þrek þeirra og þol
og að þau fái góða meðferð að öðru leyti.
Reglugerð þessi gildir um öll hross, hvort sem þau eru haldin í atvinnuskyni, svo sem á
ræktunarbúum, tamningastöðvum, hestaleigum og reiðskólum, eða til nota í frístundum.
Landbúnaðarráðuneytinu 16. febrúar 2006