Spurningar & Svör
Af hverju stigskipt nám?
Það er mikilvægt að fara í gegn um fyrstu stigin þó þér finnist sumt sem fjallað er um þar ekki við þitt hæfi. Það er ýmislegt sem kemur í ljós að gott er að æfa betur. Það er til dæmist afskaplega mikilvægt að æfa rétta og góða ásetu og læra að nota réttar ábendingar. Það kemur í ljós á síðari stigum hversu mikilvægt það er að hafa gott jafnvægi, gott vald á líkamanum og geta gefið nákvæmar ábendingar.
Það er einnig mikilvægt að æfa vel vinnu við hendi og tileinka sér rétta líkamsbeitingu og skilja hvaða ábendingar er rétt að nota og hvernig. Að læra að skilja hverju hesturinn bregst við og af hverju.
Hvað geri ég ef ég hef gleymt passwordinu mínu?
Ef þú hefur gleymt passwordinu þínu þá velur þú login hnappinn efst til hægri. Þegar innskráningar glugginn opnast þá klikkar þú á hringinn sem er við hliðina á rauða "Submit" hnappnum. Þegar þú gerir það breytist glugginn og þér er boðið að skrá inn email adressuna þína. Þú klikkar síðan á "Reset password".
Þú ættir þá að fá email sem býður þér að nota lykilorð sem þér er gefið eða búa til þitt eigið sem þú svo notar til að skrá þig inn. Í emailinu ættir þú að sjá notandanafnið þitt ef þú skildir hafa gleymt hvað það er.
Hvað ef ég hef gleymt notandanafninu mínu?
Þú framkvæmir sömu aðgerðir og lýst er hér fyrir ofan. Þ.e. alveg eins og þegar þú hefur gleymt lykilorðinu. Í emailinu sem þú færð sent til að breyta lykilorðinu getur þú séð hvert notandanafnið þitt er. Þú ræður því svo hvort þú breytir lykilorðinu eða ekki. Alla vega þá ertu búin að fá notandanafnið þitt sent. 🙂
Hvernig byrja ég að læra?
Þú byrjar um leið og þú ert búinn að skrá þig inn á að velja þér áfanga sem þú vilt kynna þér betur. Við mælum með að farið sé í gegn um áfangana í réttri röð því það er margt sem gott er að tileinka sér í fyrri áföngum sem nýtist og er nauðsynlegt að kunna til að framkvæma erfiðari æfingar í seinni áföngum.
Þú verður að velja áfangann sem þú hefur áhuga á og klikka svo á rauða hnappinn "Subscribe now" þegar þú hefur lokið því ferli og þú ert skráður/skráð í þann áfanga þá getur þú opnað alla kafla sem tilheyra þeim áfanga.
Hvernig fylgist ég með framvindu minni?
Þú getur í hvert sinn sem þú ert búinn/búin að lesa og tileinka þér kafla klikkað á rauðan hnapp sem á stendur "Mark Complete". Í hvert sinn sem þú klárar kafla og gerir það lengist blá lína á yfirlits síðu áfangans. Þú getur einnig séð þessa bláu línu á profil síðunni þinni þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir þá áfanga sem þú ert skráður/skráð í.
Hvað er Quiz?
Það munu verða Quiz með sumum köflum. Þetta eru lítil próf sem þú getur tekið hvenær sem er og eins oft og þú vilt til að kanna hvar þú stendur. Þú getur séð hvort það er Quiz með kafla ef það er rauður hnappur ofarlega, hægra megin. Á honum stendur "Take a Quiz". Ef þú klikkar á hann opnast lítið próf sem þú getur tekið. Þegar þú ert búinn að svara spurningunum, klikkar þú aftur á rauðan hnappinn, á honum stendur núna "Complete Quiz" og þér verður sýnt hvernig þér gekk. Þú þarft að ná minnst 50% til að ná prófinu. Ef þú nærð prófinu mun birtast blá lína undir kaflanum á yfirlits síðu áfangans, lengd hennar sýnir hvernig þér gekk á prófinu. Þú getur tekið prófið eins oft og þú vilt. Þú klikkar bara aftur á rauða hnappinn og hann breytist aftur í "Take a Quiz" 🙂