reynir (2)a

Kennsluefni undir nafni Reiðskóla Reynis hefur verið notað í kennslu um langa hríð, bæði á námskeiðum víða um heim og eins í kennslu á Hvanneyri um nokkurra ára skeið sem grunnur að námsbrautinni Reiðmanninum. Þetta kennsluefni er byggt á hugmyndafræði og námsefni sem var þróað af Reyni Aðalsteinssyni ásamt fjölskyldu hans og samstarfsfólki hér heima á Íslandi sem og erlendis í gegn um árin.

Kennsluvefurinn Reiðmenn.com verður í grunninn byggður á þessari hugmyndafræði og námsefni.
Tilgangur þessa kennsluvefs er að auka og bæta aðgengi þitt sem notanda að kennsluefni og fróðleik um íslenska hestinn, eðli hesta og reiðmennsku.

Við vonum að notendur kennsluvefsins njóti góðs af þessu áratugalanga þróunarstarfi en verði einnig duglegir að koma með tillögur að úrbótum og nýju efni sem þeim finnst vanta inn. Við sem að þessu stöndum munum leitast við að halda áfram að þróa vefinn, afla upplýsinga og gefa út meira efni í takt við þá hugmyndafræði sem vefurinn byggir á.

Sú hugmyndafræði er í grunninn að nota hestvænar aðferðir við tamningu, þjálfun og umgengni við hestana. Nýta aldagamla þekkingu og hefðir í bland við nútíma þekkingu um eðli og skynjun hesta. Nýtum það besta úr báðum heimum, gömlum og nýjum, lærum meira og bætum samskipti manns og hest. Lærum um eðli hesta og hvernig þeir eiga samskipti sín á milli og nýtum okkur það í okkar samskiptum okkar við þá.