Skipt á hringum og skipt í hringnum


 

Skipt á hringum

Riðið er á hringnum á öðrum helmingi vallarins eins og áður var lýst. Þegar komið er á miðpunkt vallarins (X) er skipt um hönd og riðið er á hringnum á hinum helmingi vallarins. Riðin er ein hestlengd beint áfram á miðri þverlínu áður en skipt er á hringum. Það er gert til að rétta hestinn af og búa hann undir að beygja í hina áttina.


Skipt í hringnum

Riðið á hringnum á hálfum vellinum eins og fyrr. Beygt er inn í hringinn frá hringpunkti langhliðar og riðinn hálfur baugur að miðlínu. Þar er hesturinn beinn í augnablik með stefnu að miðpunkti skammhliðar áður en beygt er í hina áttina. Riðinn er jafnstór hálfur baugur að hringpunkti hinnar langhliðarinnar og riðið áfram á hringnum.


 

Hringur minnkaður/stækkaður

Hringur stækkaður

Riðið á hringnum eins og áður og hann síðan minnkaður smám saman og síðan stækkaður aftur þar til komið er aftur út á sporaslóð.