Umferðarreglur

Það er mikilvægt að knapar þekki umferðarreglur í gerði eða inni á velli. Þær gilda líka í almennri umferð þar sem hesturinn er skilgreindur sem farartæki. Ef farið er að umferðarreglum er komið í veg fyrir árekstra. Öll vinna með hross verður markvissari og árangursríkari, sér í lagi þar sem fleiri en einn eru að vinna í einu.

Hægri umferð. Knapi sem ríður á hægri hönd víkur inn á völlinn þegar hann mætir knapa sem ríður á vinstri hönd.

 • Láta vita áður en teymt er inn á völlinn. Farið er á og af baki á miðjum vellinum.
 • Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar ytri sporaslóð er notuð fyrir aðrar gangtegundir (Fetgangur víkur af ytri sporaslóð fyrir hraðari umferð).
 • Tvær hestlengdir milli hesta. Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo til reiðar.
 • Hægri umferð. Knapi sem ríður á hægri hönd víkur inn á völlinn þegar hann mætir knapa sem ríður á vinstri hönd.
 • Knapi sem ríður bauga, á hringnum eða aðrar reiðleiðir inni á vellinum veitir þeim forgang sem ríður allan völlinn.
 • Ekki má stöðva á ytri sporaslóð. Best er að stöðva á miðjum vellinum. Þjálfa verður fimiæfingar á innri sporaslóð eða inni á vellinum nema að gert sé samkomulag um annað.
 • Hringtaumsvinna víkur fyrir ríðandi umferð nema að gert sé samkomulag um annað.
 • Forðast ber að ríða þvert í veg fyrir annan knapa.
 • Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.
 • Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á þjálfun stendur né binda hesta þar.
 • Öll þjálfun er á eigin ábyrgð. (Hjálmaskylda).
 • Sýnum kurteisi og tillitsemi og forðumst óróa og hávaða. Veitum þeim reiðmönnum forgang sem æfa sérstaklega erfið verkefni eða eiga í erfiðleikum með hest.