Gangtegundir

This slideshow requires JavaScript.

Við skilgreiningu gangtegunda er tekið mið af fótaröðun, svifi, skástæðum/hliðstæðum hreyfingum og takti.

  • Fótaröðun. Sú röð sem fætur hreyfast í einu spori. Heilt spor hjá hesti samanstendur af hreyfingu fjögurra fóta.
  • Hreyfistig er hreyfing eins fótar
  • Gengur hesturinn með einn eða fleiri fætur á jörðunni eða svífur hann og losar alla fætur frá jörðu?
  • Skástæðar eða hliðstæðar hreyfingar. Á skástæðum gangtegundum hreyfast fram- og afturfótur gagnstæðra hliða samtímis. Á hliðstæðum gangtegundum hreyfast fram og afturfótur sömu hliðar samtímis.
  • Gangtegundir eru tvítakta, þrítakta eða fjórtakta. Takturinn heyrist þegar hófarnir skella á jörðu.