Brokk

Brokk

Brokk er slakandi fyrir hestinn og hann virkjar bakið.

Brokk er tvítakta gangtegund með skástæðri hreyfingu og svifi.

Brokk hefur fjögur hreyfistig. Hesturinn hreyfir hægri skástæðu, vinstri afturfót og hægri framfót saman og lendir á þeim jafnfætis. Spyrnir sér síðan af þeim og svífur yfir á vinstri skástæðu sem er þá hægri afturfótur og vinstri framfótur.

Brokk er eina skástæða gangtegundin.

Fallegt brokk er svifmikið, bakið er fjaðrandi, skrefin stór og höfuð er meðalreist.

Á brokki heldur hesturinn hvað bestu jafnvægi án aðstoðar og er þar af leiðandi léttasta gangtegundin. Það losar um stirðleika og hesturinn á auðvelt með að sveigja sig á brokki. Það er einnig gagnlegt að þjálfa brokk til að jafna misstyrk í hestum þegar hestur beitir annarri hliðinni meira en hinni.