Slöngulína við langhlið, einföld, tvöföld og þreföld

Slöngulína hefst eftir að riðið hefur verið um annað horn skammhliðar.

Einföld slöngulína nær sex metra inn á völlinn og sveigjan nær hámarki til móts við miðpunkt langhliðar og endar við fyrsta horn hinnar skammhliðarinnar.

Tvöföld slöngulína hefst í horni og sveigjan nær hámarki til móts við fyrsta hringpunkt langhliðar.

Komið er aftur inn á sporaslóð við miðpunkt langhliðar og annar eins sveigur tekinn á hinum helmingi vallarins. Báðir sveigarnir eiga að vera nákvæmlega jafnstórir og ná þrjá metra inn á völlinn.

Í þrefaldri slöngulínu eru sveigarnir orðnir þrír og þeir eiga að ná 2-2,5 metra inn á völlinn. Fyrsta sveigja á að ná hámarki til móts við hringpunkt, sú næsta til móts við miðpunkt langhliðar (E eða B) og sú síðasta til móts við síðari hringpunkt langhliðar.


Slöngulína yfir allan völlinn

Slöngulína yfir allan völlinn er riðin í S yfir allan völlinn. Slöngulínan byrjar eftir annað horn skammhliðar og hægt er að ríða mismarga boga. Hver bogi þarf að ná alla leið yfir á sporaslóðina hinum megin.

 

Þreföld slöngulína yfir allann völlinn