Riðinn allur völlurinn / riðinn hálfur völlurinn

 


Riðinn allur völlurinn

Riðið á innri eða ytri sporaslóð meðfram ytri umgerð vallarins.

Hægari umferð ætti að vera á innri sporaslóð.

Þegar riðið er um horn á að byrja að beygja hestinn u.þ.b. einni hestlengd frá horni og hann á að vera beinn aftur einni hestlengd eftir horn. Mikilvægt er að ríða vel út í hornin. Gott er að miða við að beygja í horni eigi að vera ¼ úr baug (sjá nánar um það í kafla um bauga).

 


Riðinn hálfur völlurinn

Svipuð reiðleið og allur völlurinn nema nú er þverlínan riðin þvert yfir völlinn milli miðpunkta langhliða (B og E).

Öll horn eru riðin eins og þegar riðinn er allur völlurinn.