Átta og riðin átta í hringnum

 


Riðin átta á vellinum

Áttan er samansett úr tveimur baugum, 20 metrum í þvermál. Þeir ná saman á miðlínu vallarins.

Eftir annað horn skammhliðar er riðið inn á bauginn og á miðlínu vallarins er hesturinn beinn eina hestlengd áður en snúið er inn á hinn bauginn.

Baugarnir skulu vera jafnstórir.

 


Riðin átta í hringnum

Svipað og síðasta æfing nema núna er áttan innan í hringnum.

Byrjað er eins og þegar skipt er í hringnum og riðnir tveir jafnstórir baugar sem mætast í miðpunkti hringsins.

Hesturinn á að vera beinn áður en beygt er til hinnar handarinnar. Þetta er einnig hægt að gera í miðhringnum.