Skeið

Skeiðsprettir eru riðnir stuttar vegalengdir, að hámarki 2-300 metra, á miklum hraða.

Skeid er ridid á mikilli ferd, stutta spretti í einu.

Skeið er tvítakta gangtegund með hliðstæðri hreyfingu og svifi.

Skeið hefur fjögur hreyfistig. Þó talað sé um að skeið sé tvítakta eru viss frávik frá þeirri reglu, sér í lagi þegar skeið er riðið á mikilli ferð.

Fótaröðun á skeiði er þessi: Vinstri aftur- og vinstri framfótur (vinstri hliðstæða) hreyfast saman og spyrna á svif og hesturinn svífur yfir á hægri fram- og afturfót (hægri hliðstæðu).

Skeið er riðið á mikilli ferð, stutta spretti í einu. Hesturinn ber þungann jafnar á alla fætur en á tölti, svífur á milli skrefa og teygir sig fram.

Fljúgandi skeið er því sem næst fjórtakta þar sem afturfætur snerta jörð augnabliki á undan framfótum og þar af leiðandi hefur flugaskeið átta hreyfistig. Hægt skeið er kallað lull og er ekki talið æskileg gangtegund.

Ekki hafa allir hestar hæfileika til að skeiða en þeir sem geta bætt skeiðinu við hinar fjórar gangtegundirnar eru kallaðir alhliða eða fimmgangshestar.