Skynjun og atferli
Í aldaraðir hafa hestar lifað meðal rándýra. Í því náttúrulega umhverfi er hesturinn bráð rándýranna og bjargar sér aðeins á flótta, hann er flóttadýr.
Þróun skynfæra hestsins hefur því miðað að því að gera hann sem best úr garði til að vera á varðbergi gagnvart utanaðkomandi hættu. Í þessu tilliti eru heyrn og sjón þroskuðustu skynfærin.
Afkoma hesta byggðist einnig á hópeðlinu þar sem einstaklingar innan hestahópsins vara hver annan við. Í umgengni við hesta þarf maðurinn að gera sér grein fyrir hvernig hesturinn skynjar umhverfi sitt. Maðurinn þarf líka að gera sér grein fyrir hvaða hlutverki hann ætlar að gegna í samskiptum við hestinn sem lítur að sjálfsögðu á manninn sem rándýr við fyrstu kynni.