Æfingar við annan áfanga – áherslur og tilgangur

Æfingar við annan áfanga Reiðmanna eru allar riðnar við langan taum sem er létt taumsamband og sjálfborið höfuð og háls.

Leiðandi taumsamband til að árétta eða breyta stefnu og í léttri eða lóðréttri ásetu.

Æfingarnar miða að því að styrkja leiðtoga hlutverk knapans og að gefa ábendingar sem hesturinn skilur og þiggur.

Takmarkið er að hesturinn fari allar stefnur sem við bjóðum honum. Að það sé sátt um hraðann og við höldum góðu jafnvægi á grunngangtegundunum, feti og brokki.