Fóthvatning

Fætur okkar eiga að hafa áhrif á afturhluta og fá fætur hestsins til að hreyfa sig fram, til hliðar, hamla hliðarhreyfingu og/eða beygja hestinn.

Framhvatning

Fætur eru lagðir jafnt að hestinum fyrir aftan gjörð þegar hvatt er fram, hesturinn settur af stað eða hraðinn aukinn.

Framhvatning er einnig notuð þegar við viljum færa afturfætur nær þyngdarpunkti og fá hest til að fella lend sem kallað er (þá samverkandi með taumsambandi við söfnun), þegar hesturinn er undirbúinn fyrir æfingu og/eða þegar hesturinn er settur á tölt.

Hliðarhvatning og hamlandi fótur

Þá er annar fóturinn færður aftar og hvetur afturfætur hestsins til að færa sig til hliðar en hinn fóturinn er enn aftar og hamlar að aftur fætur hestsins færist of langt.

Hamlandi fótur er einnig notaður til að afmarka beygju á hesti og til að hesturinn haldi afturfótum á sömu línu og framfætur þegar riðið er á boginni línu eins og baug eða um horn.

Beygjufótur

Hann er alltaf notaðu um gjörð og virkar ekki framhvetjandi.

Ef hann er notaður öðru megin hjálpar hann hestinum að beygja sig og léttir taumsambandið þeim megin.

Ef báðir fætur eru notaðir um eða framan við gjörð, hjálpa þeir hestinum að lyfta brjósti, draga saman magavöðva, hringa hálsinn og léttast á báðum taumum.