Hliðargangs æfingar
Það eru æfingar þar sem hesturinn gengur jafnt fram og til hliðar. Það getur orðið vandamál ef hesturinn er eingöngu látinn vinna beinn að hann að hann leggi of mikinn þunga á framhlutann. Til að fyrirbyggja það verðum við að fá hestinn til að virkja afturfætur.
Þá er ein leið að fá hestinn til að ganga hliðargang t.d. opinn sniðgang þar sem hann færir innri afturfótinn undir þunga sinn og breytir jafnvæginu þannig að hann tekur þungann af framhlutanum. Tvöfaldi taumurinn er líka auðveld leið til að kenna hestum hliðargangsæfingar og lærdómsríkt fyrir okkur að hafa sýn á æfingarnar.
Það má vinna þessar æfingar hvort sem er utan á hring, innan á hring og síðan á opnu svæði á aðhalds. Mikilvægur undirbúningur er að finna rétta hraðan sem er hægur vinnuhraði og hafa hæfilega orku og einbeitingu.
Þar sem við sitjum ekki á hestinum höfum við hvorki ásetu, hliðarhvetjandi né hamlandi fót. Við verðum að notast eingöngu ytra tauminn sem hamlandi ásamt innra taumsambandinu sem setur einnig hæfilega stillingu eða sveigju á höfuð og háls. Við hliðarhvatningu höfum við ef þörf er á hæfilega langann písk eða bara tauminn.
En það sem hefur mest áhrif á að hesturinn færi sig jafnt til hliðar og hann gengur fram er staðsetning okkar. Ef hesturinn sér okkur í uppréttri og hvetjandi líkamstöðu hægra megin við sig víkur hann frekar til vinstri og öfugt. Þannig að við þessar æfingar eigum við ekki að vanmeta líkamstjáninguna.
Við byrjum á að færa okkur aftur fyrir hestinn þá verður hann að öllum líkindum órólegur í fyrstu því þar er svæði sem hann sér okkur ekki. Þegar hesturinn hefur sæst við okkur á þessu svæði; látum við hann sjá okkur og þá öðru megin. Þá ætti hann að víkja frá okkur til jafns við það sem hann gengur fram.
Þegar við vinnum með tvöföldum taum sjáum við allan hestinn og hann sér okkur. Hann á auðveldar með að finna og halda góðu jafnvægi og bregðast við næmum ábendingum og ekki síst líkamstjáningu.
Við vinnum að betra taumsambandi, mótum höfuðburð og yfirlínu. Það má þjálfa hliðargangsæfingar, söfnun og kynna nýjan beislabúnað. Það er t.d. kjörið þegar við sýnum hesti íslenskar stangir í fyrsta sinn. Að venja hann við þær á tvöföldum taum áður en við förum að ríða við þær. Við sjáum til jafns við að finna hvernig hann bregst við þeim, getum stillt keðjuna hæfilega og hesturinn er í betra jafnvægi til að sættast við þær.