Tenging milli framfóta í gjörð

Til að kenna hestinum að láta háls og höfuð falla og teygja sig niður, eða að vísa hesti niður eins og það er kallað, má leiða tauminn í gegnum hringi mélanna, niður á milli framfóta og festa hann við gjörð.

Hestarnir þiggja að lengja sig niður og fram, teygja á hálsi og baki. Þeir slaka á og taka löng skref á grunngangtegundum og læra æfinguna: Taumur gefinn.


Tenging milli framfóta í gjörð