Óbein tenging

Tvítaumur tengdur með þriggja punkta tenginguGjarnan kölluð þriggja punkta tenging. Þá er taumurinn látinn leika í gegn um hringi mélanna og festur í hringi sem eru neðarlega á hliðum taumhringsgjarðar eða ef við notum hnakkinn þá í gjörðina.

 

Mikilvægt er að tengt sé fyrir neðan lárétta línu frá mélum svo taumurinn leiði höfuðið niður og það hafi örlítið frjálst fram en haldi því ekki föstu.

 

Þegar tengt er á þennan hátt þarf taumsambandi að vera létt í byrjun og hesturinn verður að leita sjálfur eftir því að fella og hneigja höfuðið án þess að vera þvingaður til þess þó það kosti þolinmæði og endurtekningar. Við vinnum á þeim hraða sem hesturinn á auðveldast með að bregðast rétt og vel við taumsambandinu.

 

Það eru takmörk fyrir því hversu mikið og lengi við vinnum með óbeina tengingu. Þegar hesturinn fer að hneigja höfuðið gefur eftir milli fyrsta og annars hálsliðar á feti við gangskiptingar og á brokki. Lætur vísa sér niður og teygir á yfirlínu er árangri náð.

 

Hættan er ef við vinnum of mikið með þessa tengingu að hesturinn hneigi höfuðið of mikið, hætti að halda höfði með hálssetningu og færi þungann of mikið á framhlutann. Þetta er kallað að fara undir taum. Áður en þetta skeður er rétt að tengja aftur beint.

Vinna við hendi með tvöföldum taum - óbein tenging