Leiðandi öðru megin en við taum hinu megin

Hesturinn ætti að sækjast eftir léttu taumsambandi við ytri taum.

Hesturinn ætti að sækjast eftir léttu taumsambandi við ytri taum.

Ef við fáum í hendur hest sem ver sig fyrir taumhaldi öðrum megin er rétt að hafa stífu hliðina inn og tengja tauminn beint í mélin þannig að taumhaldið verði leiðandi frá hlið en hafa ytri tauminn þannig að hesturinn verði í hnakkabeygju og við taum.

Hesturinn sé í næmu og stöðugu sambandi við ytri tauminn og beiti ytri og veikari hliðinni meira en mýkist og léttist á innri hlið og munn af því að hinn leiðandi innri taumur lætur átakið ekki koma beint á munn heldur frá hlið og leiðir þannig hestinn í hæfilega beygju með háls og bak.

Þegar hesturinn tekur taumsambandinu jafnt og þannig að hægt sé að stjórna hraða, höfuðburði og reisingu notum við eingöngu beina tengingu.