Krossgangur
Þá er hesturinn látinn ganga jafnt fram eins og hann gengur til hliðar. Hann er stilltur um höfuð og hnakka úr þeirri átt sem honum er riðið til en háls og bolur er beinn. Hesturinn stígur þá með innri hliðstæðar fætur fram og út fyrir ytri hliðstæðar fætur. Ef hesturinn er orðin leikinn í framfótasnúning tekur fjórðungssnúning á feti á að vera auðveldara að gera þessa æfingu.Það eru svipaðar ábendingar og áherslur við þessar æfingar og krossgang, nema nú höldum við hestinum á jöfnum hraða hvort sem það er fet eða seinna meir tölt, brokk eða stökk og höldum framhluta á sömu ferð og afturhluta.
Til að halda framhluta á sömu ferð og afturhluta notum við ytri tauminn minna hamlandi en meira leiðandi en við framfótasnúning, þó þannig að hesturinn sé beinn.
Innri taumur færist að hálsi og örlítið hærri en sá ytri. Mikilvægt er að innra taumsambandið haldist létt svo hesturinn misskilji ekki hliðarhvatninguna og ryðjist fram og í tauminn. Innri fótur er hliðarhvetjandi aftan við gjörð en ytri hamlandi saman hvetja þeir hestinn jafnmikið fram eins og hann gengur til hliðar.
Við getum útfært æfinguna á hina ýmsu vegu. Með aðhald af vegg eða gerði fyrir fram eða aftur hluta. Skipt yfir allan völlinn þar sem hesturinn gengur kossgang á skálínu. Ríða má fram miðlínu og síðan krossgang frá X að sporaslóð.
Ef við viljum ríða krossgang bæði til hægri og vinstri með litlum undirbúningi og fyrirvara getum við minnkað og stækkað völlinn sem kallað er. Þá hreyfum við okkur allan völlinn, látum hestinn svo ganga krossgang frá vendipunkti að fjórðungslínu eða miðlínu eftir því hversu langt við viljum ríða æfinguna. Þá ríðum við hestlengdir fram, réttum hestinn af, finnum nýtt jafnvægi og ríðum svo krossgang upp á hina höndina aftur að sporaslóð um það bil að öðrum vendipunkti sömu langhliðar.
Auðveldasta ferlið til að byrja með er að ríða hæfilega fram fjórðungslínu. Þegar hesturinn er orðinn beinn í góðu jafnvægi og hæfilega safnaður, nóg til að vera við taum og fella lend, byrjum við krossganginn. Ríðum hann þá frá fjórðungslínunni að sporaslóð og lendum ca við hálfan völl við B eða E eftir því hvar við erum á vellinum. Við þessa æfingu eins og flestar stjórnar taumsamband og ekki síst taumar á léttum hesti framhluta og fætur afturhluta. Áseta tengir svo þessar ábendingar saman.