Tölt – Fet – Eftirgjöf og umbun – Tölt
Þegar orkan er aukin við gangskiptinguna af feti á tölt getur komið upp misskilningur í taumsambandi. Hesturinn ýtir á tauminn, aflagar höfuðburð, fettir bak og hættir að ganga undir sig með afturfætur.
Þá er árangursríkt að gera markvisst aðeins breytta æfinguna sem við gerðum til að leiðrétta léttleika og höfuðburð. Í stað þess að ríða fet, stöðva, eftirgjöf og umbun, fet þá ríðum við tölt, fet, eftirgjöf og umbun, tölt. Ef þessari æfingu er ekki beitt um leið og vandamálið kemur upp er hætta á að við verðum ofvirk þegar við reynum að of seint og á of miklum hraða. Við aukum á misskilninginn og setjum hestinn í vörn.