Stígandi áseta, brokk, skipt á skástæðu

Skipt á skástæðum

Við byrjum á að ríða brokk allan völlinn í hálfléttri ásetu eins og æft var í fyrsta og öðrum áfanga. Við reynum að finna þegar vinstri skástæðir fætur (hægri framfótur og vinstri afturfótur) eru á lofti ef riðið er á vinstri hönd en hægri skástæðir þegar riðið er á hægri hönd.

Við ríðum á vinstri hönd og byrjum að stíga brokkið eins og áður sagði þegar vinstri skástæðir fætur fara á loft.

Skiptum svo um hönd yfir allan völlinn og áður en við komum á sporaslóðina upp á hægri hönd skiptum við um skástæðu. Þetta gerum við með því að sitja eitt skref hestsins án þess að stíga. Þá lendum við á gagnstæðri skástæðu. Einnig má skipta um skástæðu með því standa yfir eitt skref allt eftir því hvort knapanum finnst þægilegra. Best (snjallast) er ef skipt er á skástæðum á miðpunkti vallarins (X).

Það að verða leikin í að skipta um skástæðu, þegar stigið er, kemur í veg fyrir að við stígum alltaf á sömu skástæðu og gefur okkur betri tilfinningu fyrir því að fylgja innri afturfæti þegar við stígum.

Brokkið er stigið til að fá fjaðrandi bak með sem mestu svifi og í jafnvægi. Við skiptum á skástæðu til að fá hestinn til að beita sér jafnt eða að gera hann jafnan ef hann er það ekki fyrir.