Jafnvægi á framhluta

Jafnvægi segir til um í hvaða hlutföllum fram- og afturfætur bera þunga hestsins. Hann hefur oftast meiri þunga á framfótum.

Hestur án knapa ber um 60% af þunga sínum á framfótum.

Ómótaður ungur hestur með knapa ber enn meiri þunga á framfótum.

Fangreistur hestur á hægu tölti færir meiri þunga yfir á afturfætur þegar hann kreppir hækla og fellir lend. Það er því reising og burður afturfóta sem hefur mest áhrif á jafnvægi.

Sjaldnar er minnst á jafnvægi á milli hægri og vinstri fóta.Ef við snúum okkur að framfótunum þá getur það valdið vanda ef hesturinn ber ekki jafnan þunga á framfótum.
Hestur sem ber þungann þá aðallega brjóstkassann sem hangir eins og hengirúm á milli herðablaðanna meira á öðrum framfæti getur ekki hreyft sig alveg frjálst og vill þá gjarnan styðja sig á tauminn þeim megin sem þunginn er meiri.
Hann notar tauminn eins og hækju til að finna falskt jafnvægi. Þetta getur svo orðið vítahringur því knapinn finnur ekki hvað er orsök og hvað er afleiðing, taumurinn eða jafnvægið.

Með það í huga þarf að leiðrétta hvoru tveggja samhliða.