Hópeðli

Hross í stóði í sátt og samlyndi.

Hross í stóði í sátt og samlyndi.

Eðli hestsins er að hafa félagsskap og öryggi, velja sér og samþykkja leiðtoga sem hann fylgir og treystir. Þetta eðli hans notum við til að nálgast hestinn og umgangast hann.

Til að fá að vera í forystuhlutverki þarf maðurinn að skapa sér traust og virðingu. Það er fengið með því að umgangast hestinn af hlýju og umhyggju svo hann verði ekki hræddur við manninn en þó af festu og ákveðni til að hesturinn beri virðingu fyrir manninum.

 

 

This slideshow requires JavaScript.

Hestar að kljást.

Hestar að kljást.

 

 

Hluti góðra samskipta felst einnig í því að maðurinn láti hestinum líða sem best í návist sinni með því að sjá honum fyrir nægu fóðri, með reglusemi við fóðrun að vetrinum, nægri beit að sumri og veita honum skjól og traust umhverfi.