Róluæfing

Þessi æfing hjálpar knapanum að læra rétta líkamsbeitingu við að hægja eða stöðva hest. Knapinn lærir annars vegar að tengja lóðrétta ásetu við það að hægja eða stöðva þegar við rólum fram og höllum öxlum aftur og hins vegar að tengja hálflétta ásetu við það þegar við rólum aftur og færum axlir fram á við.

Öxlum er hallað aftur og mjöðmum þrýst fram líkt og þegar rólað er fram.

Axlir eru færðar fram og þungi knapans er látinn flytjast á innanverð læri líkt og þegar rólað er aftur. Hafa skal upphandleggi við síður svo hendur haldist kyrrar.

Leggja skal áherslu á að þegar við rólum fram höldum við fótum kyrrum og færum þá ekki fram eins og við gerum í venjulegri rólu. Annars færast mjaðmir knapans ekki fram þegar axlir og efri hluti líkamans færast aftur.