Hálflétt áseta

Hálflétt áseta, léttir þunganum nokkuð af baki hestsins en er samt með sitjandann við hnakkinn.

Hálflétt áseta

Annað hugtak fyrir þessa ásetu er „tveggja punkta sæti“. Knapinn hallar sér fram og léttir þunganum nokkuð af baki hestsins en er samt með sitjandann við hnakkinn. Draga má lóðrétta línu um öxl, hné og tá.

Með hálfléttri ásetu dreifist þungi knapans af baki hestsins yfir á síður hans. Það örvar hestinn til að lyfta bakinu og styrkja það þar með.

Þessi áseta virkar í flestum tilfellum róandi og slakandi á hestinn. Hægt er að nota hana á öllum gangtegundum.

Hálflétt áseta er hestinum auðveldari en lóðrétt áseta og knapinn lærir að laga sig að hreyfingum hestsins.

Æfing til að undirbúa hálflétta ásetu

Æfing fyrir hálflétta ásetu

Æfing fyrir hálflétta ásetu

Önnur höndin er teygð fram á hálsinn. Þungi knapans er á lærum og ístöðum. Síðan er höndin færð aftur að og yfir herðar hestsins. Til öryggis má láta aðra höndina vera við herðar eða hnakkkúlu á meðan hinni er fikrað fram hálsinn í átt að eyrum og létt er á sætinu. Þungi knapans hvílir nú á innanverðum lærum, hnjám og ístöðum.

Æfingin er til þess ætluð að færa þungann úr hnakknum yfir á innanverð lærin og ístöðin.