Líkamstjáning

 

Upprétt líkamsstaða manns gefur hestinum mjög ákveðin skilaboð.

Upprétt líkamsstaða manns gefur hestinum mjög ákveðin skilaboð.

Þegar unnið er með hest við hendi getur maðurinn notað líkama sinn og staðsetningu til að tjá sig við hestinn og styrkja aðrar ábendingar.


Framvirkandi tjáning

Framvirkandi tjáning.

Framvirkandi tjáning.

Til að hesturinn fari fram eða auki hraða við hendi færir maðurinn sig aftur eða reisir sig og hallar sér aftur. Þannig virkar hann hæfilega ögrandi. Um leið eru gefin hvetjandi hljóðmerki.

Ef pískur er notaður til að auka framhvatninguna skal hann standa eins og tónsproti fram úr hendinni sem er fjær hestinum.

Pískurinn er færður yfir olnbogabótina á nærhendinni og að afturhluta hestsins (lendinni). Þannig  sést hvort og hvar er hvatt og hesturinn sér líka pískinn auðveldlega.

Ef maðurinn er í meiri fjarlægð frá hestinum þannig að hann sér líkamstjáningu mannsins vel er hægt að færa öxlina sem er nær hestinum fram og að honum og hvatt hann þannig áfram.

Sterkari framhvetjandi tjáning.

Sterkari framhvetjandi tjáning.

 


 

Til að stöðva, stíga aðeins fram. Pískurinn styrkir ábenginguna.

Til að stöðva, stíga aðeins fram. Pískurinn styrkir ábendinguna.

Hamlandi tjáning

Til að hægja á ferð eða stöðva hestinn við hendi er stigið fram, mögulega með framrétta hönd með opnum lófa að hestinum eða framlengda hönd (hönd með písk) og gefið róandi hljóðmerki.

Ef maðurinn er í meiri fjarlægð og sér manninn vel getur hann fært næröxlina aftar og fjær hestinum – að færa sig fjær hesti virkar hamlandi á hann.


Hliðarvirkandi tjáning

Til að hestur gangi til hliðar eða færi sig frá manninum þarf að staðsetja sig við hlið hestsins og gera sig ögrandi eins og við framhvatningu. Hægt er að nota písk til að styrkja tjáninguna.


Að bjóða hesti inn

Það kallast að bjóða hesti inn þegar honum er boðið að snúa að manninum, nálgast hann og jafnvel að fylgja manninum eftir. Hafi maðurinn skapað þrýsting á hestinn með ögrandi framkomu þarf að draga úr þeim áhrifum.

Maðurinn skal færa sig fjær hestinum og lúta aðeins fram (gera sig minni). Ef ætlast er til að hesturinn fylgi manninum skal snúa baki í hestinn og færa sig fjær því hesturinn hefur tilhneigingu til að elta þann sem færir sig frá. Gæta skal þess að hafa aldrei augnsamband við hestinn.

Það styrkir forystuhlutverk mannsins að vinna á þennan hátt með hest og veitir betri tök við að stjórna stefnu og hraða hestsins.

Hann lærir að treysta því að hann geti brugðist við ábendingum samkvæmt eðli sínu og er ekki þvingaður til einhvers sem hann skilur ekki.

Í raun er það maðurinn sem þarf að gefa réttar ábendingar og læra að bregðast rétt við svörun hestsins – hesturinn bregst ávallt rétt við!

Að æfa teymingu undirbýr mann og hest fyrir frekari vinnu við hendi en um það er fjallað í öðrum köflum.