Flóttaeðli

Þegar hætta steðjar að bregst hestur við af flóttaeðli sínu.

Þegar hætta steðjar að bregst hestur við af flóttaeðli sínu.

Flóttaeðlið er mjög ríkt í hestum. Á milljóna ára þróunartíma í nánu sambýli við hættuleg rándýr byggðist afkoma þeirra á því að flýja hætturnar (Evans).

Fyrstu viðbrögð hesta við hættu og hvers konar áreiti eru flótti eða með öðrum orðum þá víkja hestar frá.

Maðurinn getur nýtt sér flóttaeðlið í samskiptum sínum við hesta. Eðlilegt svar hestsins við öllum ábendingum kemur til vegna þessa eðlis hans að víkja frá eða undan öllu sem er óþægilegt og/eða ögrandi og kjósa frekar það sem er þægilegt.

 

This slideshow requires JavaScript.

Maðurinn getur fangað áhuga hestsins, skapað sér virðingu og orðið leiðtogi hans með því að veita honum áreiti eða ábendingar sem skapa ekki ótta eða sársauka og hesturinn getur svarað með því að víkja og fá með því visst frelsi.