Uppruni íslenska hestsins
Ritaðar heimildir um uppruna íslenska hestsins eru ekki miklar. Íslenski hesturinn fluttist til Íslands við landnám um 900 e.kr. eins og annað íslenskt búfé.
"Norsemen Landing in Iceland". Via Wikimedia Commons.
Ræturnar eru því í Noregi og að einhverju leyti í Bretlandseyjum. Fornleifarannsóknir á beinagerð, stærð og byggingarlagi ásamt samanburði á blóðgerð íslenskra og erlendra hrossakynja vísa til þess að íslenski hesturinn sé líkur norskum og þýskum hestum að gerð en nokkru minni og einna skyldastur smáhestinum á Hjaltlandseyjum ef miðað er við blóðgerð.
Sumir halda því fram að norski Norðlandshesturinn sé forfaðir íslenska hestsins þegar miðað er við stærð og ytra útlit og aðrir telja að ef miðað er við útlit og ganghæfni sé hann afkomandi mongólska hestsins. Líklegast má telja að íslenski hesturinn eigi uppruna sinn í fleiri kynjum en einu. Um það bera fjölbreyttir litir, breytileiki í byggingu og fjölhæfni í gangi vitni.
Landnámsmenn hafa líkast til tekið með sér mörg hestakyn eftir því hvaða kröfur þeir gerðu til hesta og trúlega hafa þeir ekki tekið þau lökustu né þau stærstu með í langa og erfiða siglingu á litlum skipum.
"Viking Expansion" by Max Naylor - Own work. Licensed under Public Domain via Wikimedia Commons.
Athyglisverð er kenning dr. Ursulu Becker í doktorsritgerð um uppruna íslenska hestsins sem var viðurkennd af dr. Edvald Isenbugel en hann hefur ferðast mjög víða og rannsakað ganghestakyn.
Dr. Becker heldur því fram að árhesturinn hafi þróast í fjórar frumgerðir (prótótýpur) og öll núlifandi hestakyn séu afkomendur einnar eða fleiri þeirra.
Þessar gerðir eru: Eyðimerkurhesturinn, villti Asíuhesturinn, Evrópuhesturinn og Íberíuhesturinn.
Eyðimerkurhesturinn er forfaðir persneska hestsins, arabíska hestsins og fleiri austurlenskra hesta.
"Carle Vernet Mameluck en Attaque". Via Wikimedia Commons.
"Przewalskis horse 02" by Claudia Feh - Own work. Licensed under CC BY-SA 4.0 via Wikimedia Commons.
Villti Asíuhesturinn er forfaðir mongólska hestsins. Önnur nöfn sem hafa verið notuð um villta asíuhestinn eru Equus przewalskii, mongolski villihesturinn og takhi.
Evrópuhesturinn á afkomendur víða á Norðurlöndum og á Bretlandseyjum.
Íberíuhesturinn finnst m.a. í spænskum hestakynjum og honum hefur verið blandað í öll kyn sem kallast hálfblendingar eða Warmblut.
Íberíuhesturinn er var stærri en aðrir hestar, einfari og gat verið árásargjarn.
"WELBECK Le Superbe Cheval De Spanie" by After Abraham van Diepenbeeck - Welbeck Le Superbe Cheval de Spanie at beinecke.library.yale.edu. Licensed under Public Domain via Wikimedia Commons.
Dr. Becker heldur því fram að íslenski hesturinn sé skyldur öllum þessum frumkynjum nema Íberíuhestinum. Hún telur að arabíski hesturinn sé skyldastur íslenska hestinum. Og vissulega eru til léttvígir íslenskir hestar með merarskál og á landnámsöld lágu fjölfarnar verslunarleiðir í austurveg og alla leið til Istanbul. Enn fremur herma sögur að Gullþórir hafi flutt gauskan hlaupahest inn frá Svíþjóð, Kinnskæ að nafni. Hann var talinn hreinræktaður austurlenskur hestur og þurfti að ala hann á korni sumar sem vetur.
Asíu- eða mongólski hesturinn og íslenski hesturinn eiga nokkuð sammerkt hvað varðar harðfylgi, ganglag og stærð.
Hægt er að leiða líkur að því að Djengis Khan hafi skilið hross eftir víðs vegar þegar hann fór eins og stormsveipur um Evrópu með sinn óvíga her.
By Sgt. G. S. Thomas - This Image was released by the United States Marine Corps with the ID 070801-M-1848T-151 (next).
See Commons:Licensing for information.
Sigrarnir voru ekki síst þakkaðir því hve hinir litlu harðsnúnu hestar komust hratt yfir. En mest hefur íslenski hesturinn líklega sótt til Evrópuhestsins. Sennilegt þykir að landnámsmenn hafi flutt mest af þessari hestgerð til landsins þar sem útbreiðsla kynsins var mest á Norðurlöndum og Bretlandseyjum.
Trúlega var því talsverð fjölbreytni í innfluttum hrossum á landnámsöld og náttúruúrval ásamt kröfum landsmanna til hrossanna hafði síðan mest að segja um hvernig íslenski hrossastofninn varð til með margvíslegum hæfileikum og miklum fjölbreytileika.
Þetta úrval og þessi fjölbreytileiki einkennir íslenska hestinn enn og það er hægt að nýta sér í ræktun og til að þjóna duttlungum og smekk hvers og eins.