Saga hestsins

Knight Phenacodus.jpg
"Knight Phenacodus" by Charles R. Knight - Licensed under Public Domain via Wikimedia Commons.

Þróun hestsins tók langan tíma í samanburði við þróun annarra spendýra. Steingerðir forfeður flestra spendýra eru nokkru eldri en forfeður hesta sem komu fram fyrir um 60 milljónum ára. Phenacodus er það dýr sem hesturinn er talinn hafa upphaflega þróast út frá. Það hafði fimm tær með þófum á fram- og afturfótum, langan, grannan, lágan búk og litla höfuðkúpu og hlutfallslega lítinn heila. Langt, kröftugt skott og líktist í raun meira hundi en hesti.  Hann var ca 1.5m á lengd og allt að 56 kg að þyngd.  Phenacodus var hlaupadýr (cursorial) og mjög líklega eingöngu jurtaæta en mögulega kjötæta¹

Eohippus.jpg
"Eohippus" by Charles R. Knight - Licensed under Public Domain via Wikimedia Commons.

Fyrsta skepnan sem vísindin hafa gefið nafnið „hippus“ (hestur) og kom fram á sjónarsviðið fyrir um 60-40 milljónum ára er Eohippus.  Eohippus lifði á norðurhveli jarðar (í Asíu, Evrópu og Norður Ameríku).

Nafnið Eohippus er dregið af gríska orðinu ηώς (eōs, "dögun") og ιππος (hippos, "hestur") mætti á íslensku segja að þetta þýði árhesturinn eða dögun hestsins.²

Þessi skepna á útlitslega lítið sameiginlegt með nútímahestinum, Equus callabus. Hún var um 25-45 cm. á hæð á herðakamb, hafði fjórar tær á framfótum en þrjár á afturfótum og nærðist aðallega á laufi. Þetta hentaði vel í kjörumhverfi hennar, röku heitu loftslagi frumskóga með votum jarðvegi. Tærnar auðvelduðu dýrinu að ganga í mýrlendinu.

Árhesturinn þróaðist með loftslagsbreytingum næstu milljóna ára. Veðurfar kólnaði og votlendið vék fyrir grassteppum. Dýrið varð háfættara, framfætur urðu grennri og afturfætur lengdust sem eru einkenni góðs stökkvara. Búkurinn varð léttari og höfuðið lengdist. Hann át meira gras, grófari fæðu og tuggði meira og bitið breyttist til samræmis við breytta fæðu. Jarðvegurinn varð harðari og tærnar, sem áður höfðu varnað því að dýrið sykki í votlendið, rýrnuðu og aðeins miðtáin stækkaði og styrktist. Með þessum breytingum verður Orohippus til en sú skepna líktist mjög forvera sínum Eohippus að öðru leyti.

Knight Orohippus.jpg
« Knight Orohippus » par Charles R. Knight — Licensed under Public Domain via Wikimedia Commons.

Oro þýðir mörk en hippus hestur, sem sagt á mörkum þess að vera hestur.

Ekki er hægt að fullyrða hvort næsta stig þróunar hestsins í Ameríku, Epihippus sé afkomandi Orohippus eða annarra tegunda sem komu frá Asíu yfir landbrúna sem var þá á milli heimsálfanna. Þarna stangast á kenningar. En til næstu þróunarstiga hestsins má telja dýr í Ameríku sem var u.þ.b. 50-60 cm. á hæð. Það var háfættara en forverarnir og aukatærnar höfðu enn rýrnað.

Mesohippus.jpg
"Mesohippus" by Heinrich Harder (1858-1935) - Licensed under Public Domain via Wikimedia Commons.

Þetta dýr nefnist Mesohippus (Gríska: μεσο/meso sem þýðir "miðja" and ιππος/hippos meaning "hestur").   Þetta dýr var enn betur fallið til þess að lifa á grassteppunum sem mynduðust þegar skógurinn hopaði, einkum vegna þess að það var frárra á fæti en forfeður þess.

Enn liðu milljónir ára og „hesturinn“ stækkaði, aukatærnar héldu áfram að rýrna og snertu ekki lengur jörðina. Höfuðkúpann lengdist. Miðtáin, „hófurinn“ stækkaði og styrktist og Miohippus leit dagsins ljós.  Nafnið mætti þýða sem 'lítill hestur'.

Turtle Cove mural - Roger Witter.jpg
"Turtle Cove mural - Roger Witter" by Bureau of Land Management Oregon and Washington - Licensed under Public Domain via Wikimedia Commons.

Fjölmörg önnur þróunarstig væri hægt að nefna í þessari upptalningu en hér skal staðar numið.

Þróunarvagga hestsins var í Norður-Ameríku. Þaðan breiddist hesturinn um heiminn og þróaðist áfram. En fyrir um 10 milljónum ára dóu af einhverjum ástæðum allar ættkvíslir hesta út í Evrópu en lifðu áfram í Ameríku (Þórhallsdóttir, Sigurjónsdóttir, 2005).

Hestar breiddust svo aftur út  til annarra heimsálfa frá Ameríku fyrir um tveimur milljónum ára. Svo gerist það fyrir um tíu þúsund árum að allir hestar deyja út í Ameríku og koma þangað ekki aftur fyrr en með landnemum eftir fund Ameríku um 1500 e.Kr. Hesturinn breiddist um heiminn og var tekinn í þjónustu mannsins fyrir um 6.000 árum. Hesturinn þróaðist síðan af staðháttum, landslagi, veðurfari og því notagildi sem maðurinn hafði af honum.

 

¹ https://en.wikipedia.org/wiki/Phenacodus
² https://en.wikipedia.org/wiki/Eohippus