Orðskýringar

2. gr.

  1. Aðbúnaður, er húsakostur og/eða skjól.
  2. Umhirða hrossa, er fóðrun, beitarstýring, eftirlit með holdafari og heilbrigði og
    hirðing á feldi, hófum og tönnum.
  3. Tamningastöð, er staður þar sem hross eru tamin eða þjálfuð gegn gjaldi.
  4. Reiðskóli, er staður þar sem fram fer kennsla í reiðmennsku gegn gjaldi.
  5. Hestaleiga, er staður þar sem hross eru leigð til útreiða gegn gjaldi.