VIÐAUKI I – B. Loftræsting o.fl.

Magn eftirtalinna loftegunda skal að jafnaði ekki vera meira en hér segir:

  • Ammóníak (NH3) 10 ppm
  • Koltvísýringur (CO2) 3000 ppm
  • Brennisteinsvetni (H2 S) 0,5 ppm

 

Við hönnun loftræstikerfis skal leitast við að lofthraði umhverfis hrossin fari ekki yfir 0,2 m/sek.

Rakastig í einangruðum húsum skal ekki fara yfir 80%.

Rakastig í óeinangruðum húsum skal að jafnaði ekki fara umfram 10% þess sem er úti.

Hljóðstyrkur skal að jafnaði ekki fara yfir 65 dB (A).