Gerði og girðingar

11. gr.

Gerði við hesthús skal að lágmarki vera 100 fermetrar. Óheimilt er að nota gaddavír og
háspenntar rafgirðingar í gerði. Afrennsli skal vera gott þannig að ekki myndist svað og
skipta skal um yfirborðslag eftir þörfum.
Girðingar skulu vera traustar og þannig gerðar að þær valdi ekki slysum.

Forðast skal að nota ristahlið á girðingar umhverfis hrossahólf eða þar sem umferð hrossa
er mikil. Um hrossagirðingar fer að öðru leyti eftir ákvæðum reglugerðar nr. 748/2002 um
girðingar, sbr. 13. og 14. gr.