Skjól i hrossahögum.

12. gr.

Hross sem ganga úti frá 1. október til 1. júní skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum.
Þar sem fullnægjandi náttúruleg skjól eru ekki fyrir hendi skulu hross hafa aðgang að
manngerðum skjólveggjum sem ganga í þrjár stefnur eða mynda með öðrum hætti skjól úr
öllum áttum. Hver skjólveggur skal vera að lágmarki 2,5 m á hæð og 4 m á lengd eða svo stór
að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls. Skjólveggirnir skulu traustlega byggðir þannig að
þeir valdi ekki slysahættu né hræðslu hjá hrossunum. Eftirlitsaðilar skv. 3. mgr. 3. gr. fylgjast
með því að skilyrði 1. mgr. séu uppfyllt.
Umhverfi, hönnun og viðhald húsa og skýla skal vera þannig að ekki valdi slysum og
gripir haldist hreinir.