Notkun
6. gr.
Álag á hross má aldrei vera meira en þrek þeirra leyfir. Eingöngu skal nota heilbrigð
hross til reiðar, burðar eða dráttar.
Hross skulu járnuð ef hætta er á að hófar slitni til skaða við notkun eða rekstur. Þess skal
gætt að hvíla hross reglulega á ferðalögum og að þeim sé ekki ofgert.
Þess skal gætt að reiðtygi passi vel og valdi ekki sárum eða öðrum skaða.