Loftræsting

9. gr.

Loftræsting skal vera góð og koma skal í veg fyrir dragsúg í húsum, en loftskipti eiga að
vera næg til að magn skaðlegra loftegunda sé að jafnaði innan viðurkenndra hættumarka sbr.
b-lið viðauka I við reglugerð þessari.
Hita og rakastigi skal haldið jöfnu og innan þeirra marka sem tilgreind eru í b-lið viðauka
I.
Óheimilt er að hafa hross í stöðugum hávaða og skal hljóðstyrkur vera innan þeirra
marka sem um getur í b-lið viðauka I við reglugerð þessa.