Yfirstjórn og eftirlit
3. gr.
Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála sem reglugerð þessi tekur til. Landbúnaðarstofnun
er ráðherra til aðstoðar og ráðuneytis og hefur undir sinni stjórn dýralækni
hrossasjúkdóma.
Dýralæknir hrossasjúkdóma skal með störfum sínum stuðla að góðri meðferð og heilbrigði
hrossa í samvinnu við dýralækna, ráðunauta, búfjáreftirlitsmenn, Umhverfisstofnun og
hrossaeigendur. Hann skal með rannsóknum, almennri fræðslu og leiðbeiningarstarfi auka
skilning á hrossasjúkdómum, vinna að vörnum gegn þeim og gera árlega skrá um tíðni hrossasjúkdóma,
í samvinnu við dýralækna.
Héraðsdýralæknar og búfjáreftirlitsmenn hafa eftirlit með því að ákvæðum þessarar
reglugerðar sé fylgt, sbr. ákvæði reglugerðar um búfjáreftirlit nr. 743/2002.
Hver sá sem verður var við að eiganda eða umráðamann hrossa skorti fóður, beit, vatn
eða viðeigandi aðbúnað fyrir hross sín, hann vanhirði þau eða beiti þau harðýðgi, skal tilkynna
það héraðsdýralækni. Berist slíkar upplýsingar til dýralæknis, búfjáreftirlitsmanns, búnaðarsambands
eða lögreglu skal tilkynna það viðkomandi héraðsdýralækni samdægurs.
Héraðsdýralæknir skal þá innan tveggja sólarhringa fara á staðinn og meta ástand hrossanna
og aðbúnað. Að öðru leyti fer um mál skv. 4. mgr. eftir ákvæðum 16. gr. laga nr. 103/2002 um
búfjárhald o.fl.