Ákvæði til bráðabirgða

15. gr.

Hesthús sem innréttuð eru fyrir gildistökudag reglugerðar þessarar, eða sem hlotið hafa
samþykki byggingaryfirvalda fyrir gildistöku hennar eru undanþegin ákvæðum a-liðar
viðauka I um stíu- og básastærðir og ákvæðum 11. gr. um lágmarksstærð gerða. Um þau gilda
áfram ákvæði eldri reglugerðar nr. 132/1999 hvað þær stærðir varðar.