Fóðrun og beit

4. gr.

Hross skulu ávallt hafa nægan aðgang að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni. Fóður skal
að magni, gæðum og næringarinnihaldi fullnægja þörfum hrossa til vaxtar, viðhalds og notkunar.

Hross skulu hafa aðgang að beit í a.m.k. tvo mánuði samfellt á tímabilinu 1. maí til 1.
október.
Hross skulu alla jafna ekki vera grennri en sem nemur reiðhestsholdum (holdastig 3). Að
öðrum kosti skulu þau njóta hvíldar og/eða sérstakrar umhirðu. Við mat á holdafari hrossa
skal farið eftir c-lið viðauka I við reglugerðina, um holdastigun.
Forðast skal allar snöggar fóðurbreytingar og aðeins nota óskemmt fóður. Hvort sem
fóðrað er utandyra eða innan, skal þess gætt að undirlag sé þurrt og laust við taðmengun.
Hross skulu hafa aðgang að fóðri a.m.k. tvisvar á sólarhring. Óheimilt er að hafa hross án
fóðurs lengur en 14 klst. og án drykkjarvatns lengur en fjórar klst. Folaldshryssur er óheimilt
að hafa án vatns og fóðurs lengur en tvær klst. Eftir notkun skulu hross ávallt hafa aðgang að
nægu drykkjarvatni.
5