Hirðing og heilbrigðiseftirlit

5. gr.

Eigandi eða umráðamaður skal fylgjast með holdafari og heilbrigði hrossa í hans
eigu/umsjá og leita lækninga ef með þarf. Hann skal koma í veg fyrir að ormasmit nái að
magnast upp með beitarstjórnun og ormalyfjagjöf. Gefa skal ormalyf a.m.k. einu sinni á ári.
Halda skal hrossum hreinum, verja þau ytri óværu, snyrta hófa og raspa tennur eftir þörfum.
Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að hross sé haldið alvarlegum eða áður
óþekktum smitsjúkdómi er skylt að tilkynna það héraðsdýralækni þegar í stað.
Samkvæmt ákvæðum reglugerðar um merkingar nr. 289/2005 er eigandi eða umráðamaður
ábyrgur fyrir að sjúkdómar í hrossi á hans vegum og meðhöndlun þeirra sé skráð, sem
og fyrirbyggjandi aðgerðir. Dýralæknum er skylt í lok hverrar vitjunar að skrá á viðurkenndan
hátt upplýsingar um sjúkdómsgreiningu, meðhöndlun og lyfjanotkun. Einnig skal skrá leið-
beiningar um framhaldsmeðferð, nýtingu afurða og takmarkanir á þátttöku í sýningu og
keppni. Upplýsingarnar skulu ávallt vera aðgengilegar Landbúnaðarstofnun og eiganda.
Að vetri skal fylgjast daglega með hrossum á útigangi, en vikulega með hrossum í
heimahögum að sumri. Umráðamenn stóðhesta skulu hafa daglegt eftirlit með stóðhestagirðingum.

Hross á húsi skulu fá hreyfingu eða aðra útivist í a.m.k. klukkustund á dag, nema sjúkdómar
eða veður hamli. Óheimilt er að halda hross ein á húsi.