

Allt frá æsku þegar ég byrjaði með meiri athygli að hugsa um íslenska hestinn og tengja reiðmennskuþáttinn inn í áhugamálið, heyrði ég nefnd nokkur nöfn aðila í þessu samhengi. Eitt af þessum nöfnum var nafn Reynis Aðalsteinssonar heitins. Reynir var frumkvöðull í reiðmennsku á íslenska hestinum og burtséð frá afrekum hans persónulega þá lagði hann gríðarlega áherslu á að mennta aðra til árangurs. Eitt af hugarfóstrum hans var að byggja upp alhliða nám fyrir hinn almenna reiðmann. (more…)