Tölthraðinn aukinn

Til að geta aukið hraða á tölti þarf að að vera búið þróa viljann.

Til að geta aukið hraða á tölti þarf að að vera búið þróa viljann.

Þegar hraðinn er aukinn greinilega sem næst upp í milliferð og að það sé gert snjallt og fumlaust. Það er miðað við milliferð og aðeins meira í keppni en það er óþarfi í byrjun. Hesturinn á að halda jafnvægi, takti og því fasi (það er yfirlína og reising) sem hann hafði fyrir og vera léttur og kraftmikill.

Hesturinn þarf að vera viljugur og vilji er kraftur undir stjórn en það eru heimar á milli vilja og uppnáms.

Ef hann er ekki viljugur gerum við hann viljugan, það gerum við með því að hafa hann léttan og í réttu formi.

Oft dugar að hægja á ferð t.d. safnað fet eða hægt tölt og hvetja þangað til við finnum að hesturinn vill fram. Þegar þessu er náð má auka hraðann en ekki fyrr því ef við höfum ekki nógan vilja fyrir aukninguna er hætta á að við verðum ofvirk meðan á henni stendur.

Við þurfum að hafa takmark hvar milliferðin byrjar og hvar hún á að enda því annars höfum við ekki þá hugarorku sem þarf til að smita hestinn af stemmningu augnabliksins.

Ef hesturinn ganar, lyftir höfði við hraðaaukningu er hætt við að hann verði fattur í baki og ekki undi stjórn, lofum honum því að fella aðeins höfuðið og hnakkann, verða lengri en halda reisingu.

Hann á að leita eftir taumsambandi af því hann er viljugur og fellir lend. Ef við finnum að hesturinn gefur sig allan í hraðaaukninguna skulum við hætta að gefa ábendingar en það þýðir samt ekki að við látum hestinn sjálfráðan, heldur höldum við sambandi og gerum sem minnst.

Ef við finnum að einbeitingin og viljinn ætlar ekki að verða nægur skulum við hvetja áður en ekki á eftir því þá er hætta á að við slökkvum á viljanum.

Á milliferðinni gerum við okkur ánægð með þann hraða sem hesturinn ræður við en förum þó fram á hann en ekki meira.

Til að halda jafnvægi og hreinum takti þegar riðið er um horn eða beygju, dugar oft ef viljinn er nægur að færa báðar hendur aðeins út en innri tauminn fingurbreidd hærri en þann ytri en jafnt samband við munnvik.
Á fulltömdum hesti dugar oft að snúa upp á höndina þannig að neglurnar vísi upp, við þetta færir hann þungann af innri bóg og flytur hann aðeins yfir á þann ytri og fer um hornið í góðu jafnvægi. Jafna síðan taumhaldið eftir hornið þá dugar að lyfta aðeins ytri taum ef hesturinn er við hann, annars færum við hann örlítið leiðandi út þangað til hesturinn tekur jafnt innra sambandinu og því ytra ber þungann jafnt og auka þá hraðann.

Munið að töltreið er að stærstum hluta tifinning fyrir jafnvægi og takti, eykur kraft og fimi. Aukningin bætir jafnvægi og öryggi töltsins. Þú færð kjark og áræði að taka áhættu og finnur hvernig hesturinn eins og tekur þig með sér.