Riðinn allur völlurinn

Riðið á innri eða ytri sporaslóð meðfram ytri umgerð vallarins.

Hægari umferð ætti að vera á innri sporaslóð.

Þegar riðið er um horn á að byrja að beygja hestinn u.þ.b. einni hestlengd frá horni og hann á að vera beinn aftur einni hestlengd eftir horn. Mikilvægt er að ríða vel út í hornin. Gott er að miða við að beygja í horni eigi að vera ¼ úr baug (sjá kafla um bauga).