Létt áseta

Létt áseta er það kallað þegar við erum yfir hnakknum en látum þungann hvíla á innanverðum lærum, hnjám og ístöðum.

Beygjum okkur um mjaðmir, hné og horfum fram. Þá má draga lóðrétta línu um öxl hné og tá.

Það þarf að beygja vel hné og mjaðmir svo við séum í góðu jafnvægi en færum ekki þungann of mikið á framhluta hestsins. Þess vegna er rétt að stytta vel í ístöðum minnst um 4 göt, færa hendur framar á tauminn þannig að þær séu hvor sínu megin við herðar hestsins en halda samt taumsambandi.

Þeir sem hafa stundað brun á skíðum eða geta ímyndað sé hvernig staðið er að því geta borið það saman.

Létt áseta er notuð þegar riðið er hratt stökk eða hleypt yfir hindranir til að létta á baki og yfirlínu hestsins, hann á létt með að hreyfa sig frjálst því við íþyngjum honum lítið og knapinn fær gott jafnvægi því hann verður í raun að halda sig yfir hestinum.