Hestarnir frá Miklaengi
Hestarnir frá Miklaengi
Hestarnir frá Miklaengi var tekin upp á Íslandi 1978. Hún er byggð á bók eftir Lonzo Anderson og tekin upp af Bandarísku kvikmyndatökufyrirtæki. Gerð hennar var styrkt og studd af Sambandinu og Icelandic Airlines. Associate producer var Gunnar Bjarnason og leikararnir í myndinni voru:
- Stúlka Annie Sigfúsdóttir
- Drengur Gummi Sigfússon
- Faðir Reynir Aðalsteinsson
- Móðir Guðný Helgadóttir
- Amma María Markan
- Stúlka að smala hrossum Freyja Hilmarsdóttir
Hundurinn Gosi frá Sigmundarstöðum leikur þarna frekar stórt hlutverk af mikilli snilld. Grái hesturinn var víst þekktur gæðingur á þeim tíma í eigu Jóhanns Friðrikssonar í Kápunni.