Tilgangur Reidmenn.com

Tilgangur reidmenn.com er að styðja við og styrkja fræðslustarf með því að miðla upplýsingum og stuðla að útgáfu á fræðsluefni.

Vefnum er ætlað að vera kennslutæki sem reiðkennarar geta nýtt sér við kennslu.  Kennslutæknin sem vefurinn byggir á  er svokölluð "flipped classroom" eða vendikennsla á íslensku.  Það felst í því að nemandinn kynnir sér námsefnið, horfir á myndband eða les texta þar sem hann kynnir sér þær æfingar sem ætlun er að vinna með í næsta reiðtíma og tíminn sjálfur fer í að framkvæma æfinguna. Tíma reiðkennarans er betur varið, hann aðstoðar nemandann við að framkvæma æfinguna og leiðréttir í stað þess að eyða dýrmætum tíma í að lýsa því sem vinna á með. Nemandinn fær meira út úr reiðtímanum og er betur undirbúinn fyrir hann.

Annar tilgangur vefsins er að fjalla um og miðla upplýsingum um fræðslustarf á þann hátt að hægt sé að nálgast ítarlegar upplýsingar á auðveldan hátt um það, aðstandendur viðburða, efni og dagskrá.


Til að þiggja tilboðið og skrá félagið á vefinn er fyrsta skrefið að búa aðgang, notandanafn og lykilorð með því að fylgja þessum hlekk hér fyrir neðan:

Skráning

Þegar aðgangur hefur verið búinn til skaltu koma aftur hingað á þessa síðu.


Skráningargjald

Skráningargjaldið er síðan greitt einu sinni í upphafi. Innifalið í því er uppsetning á síðum og tenglaupplýsingum, aðgangur í heilt ár og fleira sem talið er upp hér að neðan.

Skráningargj. 25.000 án/vsk

Innifalið í skráningargjaldi:

  • 1x aðgangur að efni á vefnum í heilt ár. 
  • Skráning  skipuleggjanda viðburða með tenglaupplýsingum.
  • Skráning og sérsíða tileinkuð aðstöðu félagsins þar sem  námskeið, fyrirlestrar og ráðstefnur eru haldin.
  • Skráning og sérsíða fyrir einn kennara á vegum félagsins. 
  • 5 umfjallanir á tímabilinu til kynningar á viðburðum á vegum félagsins sem tengjast reiðkennslu, fyrirlestrum, ráðstefnum ofl tengdu fræðslustarfi félagsins. Umfjöllunin birtist á dagatali með tengli á síðu tileinkaðri viðburðinum.  Á síðunni er hægt að hafa texta, ljósmynd eða myndbandi, tenglaupplýsingar varðandi skráningu á viðburðinn, upplýsingum um staðsetningu með hlekk á síðu með ítarlegum upplýsingum um aðstöðuna. Mögulegt verður að setja inn skjöl til niðurhals með t.d. dagskrá viðburðar.
  • 15% afsláttur af almennum auglýsingum á vefnum.
  • Veglegur afsláttur af áskrift að völdu efni á vefnum fyrir skráða meðlimi félagsins. 35% af 6 mánaða áskrift og 50% af ársáskrift.

Hér í meðfylgjandi pdf skjali eru nánari upplýsingar um opnunartilboð til hestamannafélaga.

Opnunartilboð pdf skjal


Ársgjald

Eftir að fyrsta árinu lýkur þá er innheimt hóflegt ársgjald sem ætlað er að dekka vinnu við að viðhalda skráningu félagsins og utanumhaldi um afsláttakerfi fyrir skráða meðlimi félagsins.

Innifalið í ársgjaldi:

  • 1x aðgangur að efni á vefnum í heilt ár.
  • 5 umfjallanir á tímabilinu til kynningar á viðburðum á vegum félagsins sem tengjast reiðkennslu, fyrirlestrum, ráðstefnum ofl tengdu fræðslustarfi félagsins. Umfjöllunin birtist á dagatali með tengli á síðu tileinkaðri viðburðinum.  Á síðunni er hægt að hafa texta, ljósmynd eða myndbandi, tenglaupplýsingar varðandi skráningu á viðburðinn, upplýsingum um staðsetningu með hlekk á síðu með ítarlegum upplýsingum um aðstöðuna. Mögulegt verður að setja inn skjöl til niðurhals með t.d. dagskrá viðburðar.
  • 15% afsláttur af almennum auglýsingum á vefnum.
  • Veglegur afsláttur af áskrift að völdu efni á vefnum fyrir skráða meðlimi félagsins. 35% af 6 mánaða áskrift og 50% af ársáskrift.