Halldór Guðjónsson

Allt frá æsku þegar ég byrjaði með meiri athygli að hugsa um íslenska hestinn og tengja reiðmennskuþáttinn inn í áhugamálið, heyrði ég nefnd nokkur nöfn aðila í þessu samhengi. Eitt af þessum nöfnum var nafn Reynis Aðalsteinssonar heitins. Reynir var frumkvöðull í reiðmennsku á íslenska hestinum og burtséð frá afrekum hans persónulega þá lagði hann gríðarlega áherslu á að mennta aðra til árangurs. Eitt af hugarfóstrum hans var að byggja upp alhliða nám fyrir hinn almenna reiðmann.

Það nám varð síðar nefnt Reiðmaðurinn. Ég, ásamt fleiri reiðkennurum, hófum í samvinnu við Reyni og LBHÍ á Hvanneyri að kenna námið vítt og breitt um landið. Þetta nám var greinilega þarft þar sem áhugi almennings er mikill og eykst ár frá ári. Reiðmaðurinn er alhliða nám sem er til hjálpar öllu hestaáhugafólki, ungu sem öldnu. Reynir Aðalsteinsson og fjölskylda ásamt LBHÍ eiga heiður skilið að hafa komið þessu þarfa námi af stað, vítt um Ísland, öllum til gagns og gamans.

Með vinsemd og virðingu

s2Member®
%d bloggers like this: